13. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. mars 2018 kl. 08:30


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 08:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 08:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 08:30
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 08:30
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 08:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 08:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 08:30

Jón Gunnarsson boðaði forföll, Vilhjálmur Árnason var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Frestað.

2) Kynning á verkáætlun skv. lögum um landsáætlun um uppbyggingu innviða nr. 20/2016 Kl. 08:30
Á fund nefndarinnar komu fulltrúar úr verkefnastjórn um gerð verkáætlunar skv. lögum um landsáætlun um uppbyggingu innviða nr. 20/2016. Jón Geir Pétursson og Dagný Aradóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og Ásborg Annþórsdóttir frá forsætisráðuneyti.

3) Önnur mál Kl. 10:05
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10